Loading
+354 837 2727 sala@fjarvoktun.is
104 Reykjavík

Vöktun og eftirlit á einfaldan hátt

Fjarvöktun.is bíður upp á yfir 80 mismunandi tegundir af skynjurum frá Monnit.com sem geta vaktað allt frá A til Ö í þínu fyrirtæki og mannvirkjum. Sérhæfðir þráðlausir skynjarar fyrir djúpfrysta niður í allt að -200°C og háhita skynjara upp í 350°C
Úrval rakaskynjara, loftgæða og gasskynjara sem dæmi. CO, CO2 H2S Einnig skynjari fyrir vatnsleka, þrýsting og spennu og straummælar fyrir allar gerðir af vél og rafbúnaði. Skynjarar (nemar) eru þráðlausir og ganga fyrir rafhlöðum sem duga allt upp í 10 ár. Okkar lausnir henta vel fyrir lyfjaiðnað, rannsóknastofur, sjávarútveg, skip, landbúnað, gagnaver, matvælaiðnað, gróðurhús og alla aðra framleiðslu og verksmiðjur.

Dæmi um einfalda uppsetningu sem getur sparað milljónir króna: Setja Monnit þráðlausan hitanema á bakrás (retur) á hitaveitugrind. hitanemi vaktar bakrás. ef retúr hiti fer t.d. yfir 40.C gráður í meira en 60 mín. sendir kerfið út tölvupóst og eða sms á viðeigandi aðila. Mörg fyrirtæki hafa tapað stórum fjárhæðum við það eitt að stjórnloki í hitakerfi eða snjóbræðslu bilar og stendur full opinn vikum eða mánuðum saman. Með okkar búnaði er einfalt og fljótlegt að snjallvæða byggingar, tæki og hússtjórnunar búnað.